JHS Fish Products, sem íslenskir aðilar eiga og reka, hefur reist fiskþurrkunarverksmiðju á Nova Scotia í Kanada, hina fyrstu sinnar tegundar þar í landi, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Stofnkostnaður verksmiðjunnar nemur um 500 milljónum króna.
Verksmiðjan er 10 þúsund fermetrar að flatarmáli og getur afkastað um 14.000 tonnum af hausum og hryggjum á ári en hráefnið fæst bæði frá fiskvinnslum á svæðinu og frá Nýja Englandi í Bandaríkjunum.
Fyrirtækið hefur starfrækt sams konar verksmiðju í Grimsby á Englandi undanfarin þrjú ár.
Nánar segir frá þessu í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.