,,Íslendingar hertaka Kongsfjord” er fyrirsögn á frétt á norska vefmiðlinum Kystogfjord.no, en þar segir að þriðji hver íbúi sé frá Íslandi og stundið Íslendingarnir bæði fiskveiðar og fiskvinnslu.

Kongsfjord er smáþorp nyrst í Norður-Noregi sem hefur mátt þola mikinn brottflutning. Nú hafa flust þangað 8-9 íslenskir sjómenn sem tekið hafa á leigu fiskverkunarhús sem staðið hefur ónotað. Haft er eftir einum Íslendinganna, Erlingi Eiríkssyni, að efnahagskreppan og hátt kvótaverð á Íslandi sé helsta ástæða þess að þeir hafi leitað yfir hafið.

Erlingur segir óákveðið hvort þeir og fjölskyldur þeirra setjist að í Kongsfjord til frambúðar. Hann furðar sig á því að næstum ómögulegt sé að fá leigt húsnæði í þorpinu þótt þar séu 60 hús en aðeins 35 manns með fasta búsetu. Fyrsti í stað sé ekki ætlun Íslendinganna að festa kaup á húsnæði á staðnum.