Gamli Ísleifur II VE sem Vinnslustöðin seldi til Noregs í apríl síðastliðnum verður sendur á vit nýrra ævintýra í Barentshafi eftir að hafa verið breytt í snjókrabbaveiðiskip. Norska sjávarútvegsblaðið Fiskeribladet/Fiskaren skýrir frá því að kaupandi skipsins, útgerðin Ice Fjord, hafi keypt þrjá eldri báta til þessara veiða og áætli að leggja 50 milljónir norskra króna (743 milljónir íslenskra) í hvern þeirra um sig til þess að breyta þeim í krabbaskip með vinnslu um borð.
Sjá nánar í Fiskifréttum.