Á meðan stór hluti af Barentshafsloðnunni fer í bræðslu í Noregi fer megnið af Íslandsloðnunni í manneldisvinnslu.
Um 24.690 tonn af Íslandsloðnu hafa farið í gegnum sölukerfi norska Síldarsamlagsins og þar af hafa rúm 21 þúsund tonn farið í manneldisvinnslu, eða um 85%. Tæpum 3.600 tonnum hefur verið landað í bræðslu. Hráefnisverð á loðnu í manneldisvinnslu er 2,87 krónur norskar á kíló (66 ISK) en 2,7 krónur norskar á kíló í bræðslu.
Á vef norska Síldarsamlagsins er hlekkur inn á myndasyrpu sem sýnir norska skipið Krossfjord landa stórri Íslandsloðnu hjá Skude vinnslunni í Skudeneshavn í Rogalandi. Ennig eru myndir sem sýna vinnslu á loðnunni.