Dagana 18.-19. febrúar verður haldin Íslandskynning í Barcelona til að efla viðskiptatengsl og auka áhuga á Íslandi. Áherslan er einkum á að kynna ferðaþjónustu, saltfiskafurðir, nýsköpun tengda sjávarafurðum sem og bókmenntir.

Spánn er nú annar verðmætasti markaður fyrir sjávarafurðir frá Íslandi og vega saltaðar þorskafurðir þar þyngst. Í Barcelona verður lögð sérstök áhersla á að kynna saltfiskafurðir og mun forsetinn m.a. heimsækja saltfiskmarkað og leiðandi frystivöruverslun sem selur íslenskar sjávarafurðir.

Alls heimsóttu um 21.000 Spánverjar landið árið 2014 sem er 23% aukning frá árinu áður. Um 61% Spánverja heimsækja landið á háönn (júní til ágúst). Sífellt fleiri Spánverjar koma utan háannartíma (jan-maí, sept.- des.) og nam aukning heimsókna utan háannar 28% frá 2013 til 2014.

Sjá nánar á vef Íslandsstofu.