Á fundi í deilunefnd Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar (WTO) í síðustu viku lýsti Ísland yfir stuðningi sínum við Noreg og Kanada í máli þeirra gegn Evrópusambandinu vegna reglugerðar ESB sem kveður á um bann við innflutningi (viðskiptum) með selaafurðir inn á markaðssvæði ESB.
Þá óskaði Ísland jafnframt eftir því að taka þátt í málsmeðferð kærunefndar í máli Kanada og Noregs gegn Evrópusambandinu sem þriðji aðili.
Þessi ákvörðun er fullu í samræmi við fyrri yfirlýsingar Íslands á alþjóðavettvangi en í september sl. var Ísland aðili að sameiginlegri yfirlýsingu á vettvangi Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO) ásamt Noregi, Grænlandi, Færeyjum, Rússlandi, Japan og Kanada, þar sem innflutningsbanninu var mótmælt, þar sem það græfi undan alþjóðlega viðurkenndum grundvallarreglum um verndun og nýtingu sjávarauðlinda í Norður-Atlantshafi. Ennfremur var í yfirlýsingunni bent á að bannið gengi gegn rétti manna til þess að nýta náttúruauðlindir á ábyrgan og sjálfbæran hátt, auk þess að nýta sér alþjóðleg viðskiptatækifæri.
Ísland hefur verið mörg fleiri tækifæri lýst sömu skoðun á málinu, að því er fram kemur í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu .