Veiðar á grásleppu í Norður-Atlantshafi skiluðu um 22.500 til 24 þúsund tunnum af grásleppuhrognum á síðasta ári. Hér er um töluverðan samdrátt að ræða frá árinu 2010, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum
Jafnvægi virðist hafa ríkt á markaðnum á síðasta ári. Tvær veiðiþjóðir, Ísland og Grænland, anna um 90% af eftirspurn eftir grásleppuhrognum í heiminum. Grásleppuveiðar í Kanada brugðust algerlega fimmta árið í röð.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.