Veiðar á grásleppu hafa gengið vel á vertíðinni sem senn fer að ljúka. Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landsambands smábátaeigenda telur að saltað verði í yfir 15.000 tunnur hér á landi sem er 4.500 tunnum meira en í fyrra.

Grásleppuveiðar við Nýfundnaland brugðust hins vegar fjórða árið í röð. Sú var tíðin að Nýfundnaland var einna stærst í framleiðslu grásleppuhrogna og því skiptir miklu máli fyrir markaðinn hvernig veiðar þar þróast. ,,Um miðja vertíðina fóru kaupendur grásleppuhrogna að halda að sér höndum en þegar fréttist af dræmum veiðum við Nýfundnaland fór allt í gang aftur og verðið því áfram ágætt,” segir Örn í samtali við Fiskifréttir.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.