Íslenska samninganefndin í markílviðræðunum í Álasundi í Noregi í síðustu viku lagði upp með þá kröfu að Ísland fengi tæplega 23% af heildarkvótanum í ár, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Það samsvarar þeim 130 þúsund tonnum sem sjávarútvegsráðherra hefur áður tilkynnt sem íslenskan kvóta á komandi vertíð. Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ, sem sagt fundinn í Álasundi, segir að mjög mikið hafi borið á milli deiluaðila.
,,Ég er ekki bjartsýnn á að samningar takist fyrir þetta ár og raunar kæmi mér á óvart ef samkomulag tækist um veiðarnar á næsta ári en það er auðvitað verkefnið sem vinna þarf að,” segir Friðrik.
Nánar um málið í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.