Íslendingar voru 18. stærsta fiskveiðiþjóð heims á árinu 2011 samkvæmt nýbirtum tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Það ár veiddum við 1,2 milljónir tonna. Af Vestur-Evrópuþjóðum veiddur Norðmenn einir meira, eða rösklega 2,4 milljónir tonna.
Heimsaflinn á árinu 2011 nam 94,6 milljónir tonna og jókst um 4,6 milljónir tonna frá árinu 2010.
Kyrrahafið gaf mestan afla og stærsta einstaka fisktegundin var perúansjósa. Asía var sú heimsálfa sem átti stærsta hlutann í heimsaflanum, næst kom Ameríka og svo Evrópa. Kínverjar veiddu mest allra þjóða árið eða 16 milljónir tonna.
Nánari upplýsingar eru á vef Hagstofunnar.