Ísland er efst á lista þeirra ríkja sem taldar eru hafa besta stjórn á umhverfismálum sínum og nýtingu náttúruauðlinda á grundvelli sjálfbærni. Um er að ræða svonefndan EPI lista (Environmental Performance Index) en að honum standa hinir virtu bandarísku háskólar Yale og Colombia í samvinnu við alþjóðastofnunina World Economic Forum og Joint Research Center sem er rannsóknastofnun á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ísland fær 93,5 stig á EPI kvarðanum af 100 mögulegum. Ísland er talið fremst í heiminum hvað varðar mengunarmál og stjórn á nýtingu náttúruauðlinda. Sviss, sem var efst á listanum í fyrra, fellur niður í annað sætið núna. Costa Rica er í þriðja sæti með 86,4 stig, Svíþjóð í hinu fjórða með 86 stig og Noregur í fimmta sæti með 81,1 stig.