Íslensk stjórnvöld hafa boðið fulltrúum ESB, Noregs og Færeyja til fundar um miðjan apríl til að finna farsæla lausn á framtíðarstjórnun makrílveiða. Í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að Ísland sé í fullum rétti að nýta auðlind sem sé innan efnahagslögsögu landsins og að halda öðru fram sé í þversögn við alþjóðalög.

Hins vegar fylgi þeim rétti að nýta sameiginlega auðlind sú skylda að ríki leiti eftir samvinnu við önnur strandríki.

Nánar er fjallað um rök Ísland í makríldeilunni á vef ráðuneytisins, HÉR