Á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar má skoða skemmtilegt myndband sem sýnir á margföldum hraða á tveimur mínútum leiðangur rannsóknaskipsins Helmer Hanssen í Norður-Íshafinu norðan og vestan við Svalbarða.

Tilgangurinn var að kanna lífríkið í hafinu á þessum slóðum. Margt kom á óvart í leiðangrinum, eins og til dæmis það að mikill ís á yfirborði sjávar þarf ekki að þýða að þar sé kalt haf. Norðan við Svalbarða sáu leiðangursmenn ís og bráðið vatn á haffletinum en mældu á sama tíma sjö stiga hita á 30 metra dýpi.

Þá vakti það einnig athygli að þorskur var sú fisktegund sem veiddist á flestum stöðum.

Sjá nánar frásögn og MYNDBANDIÐ á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar.