Ísfélagið í Vestmannaeyjum er á þessu fiskveiðári með 4.098 tonna kvóta í ýsu og er því efst útgerða á lista yfir kvótamestu útgerðirnar í ýsunni. Nemur þessi kvóti Ísfélagsins 6,84 prósent af heildarkvóta í ýsu.

Fisk-Seafood á Sauðárkróki og Brim í Reykjavík er með nánast jafn mikinn ýsukvóta og Ísfélagið. Kvótinn hjá Fisk-Seafood er 3.930 tonn sem er 6,56 prósent af heildinni og Brim er með 3.925 tonn sem samsvarar 6,55 prósentum.

Vísir í fjórða sæti og Samherji í fimmta

Á eftir þessum útgerðum er Vísir í Grindavík með 3.584 tonna ýsukvóta, sem er 5,98 prósent, Samherji á Akureyri með 3.248 tonn eða 5,42 prósent, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum með 2.877 tonn eða 4,8 prósent og Þorbjörn í Grindavík með 2.828 tonn sem er 4,72 prósent kvótans.

Nánar má lesa um aflaheimildir ársins í Kvótablaði Fiskifrétta.

Ísfélagið í Vestmannaeyjum er á þessu fiskveiðári með 4.098 tonna kvóta í ýsu og er því efst útgerða á lista yfir kvótamestu útgerðirnar í ýsunni. Nemur þessi kvóti Ísfélagsins 6,84 prósent af heildarkvóta í ýsu.

Fisk-Seafood á Sauðárkróki og Brim í Reykjavík er með nánast jafn mikinn ýsukvóta og Ísfélagið. Kvótinn hjá Fisk-Seafood er 3.930 tonn sem er 6,56 prósent af heildinni og Brim er með 3.925 tonn sem samsvarar 6,55 prósentum.

Vísir í fjórða sæti og Samherji í fimmta

Á eftir þessum útgerðum er Vísir í Grindavík með 3.584 tonna ýsukvóta, sem er 5,98 prósent, Samherji á Akureyri með 3.248 tonn eða 5,42 prósent, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum með 2.877 tonn eða 4,8 prósent og Þorbjörn í Grindavík með 2.828 tonn sem er 4,72 prósent kvótans.

Nánar má lesa um aflaheimildir ársins í Kvótablaði Fiskifrétta.