Írar seldu um 345 tonn af sjávarafurðum fyrir um 730 milljónir EUR á árinu 2008 (112 milljarðar ISK), samkvæmt nýjum hagtölum. Hér er bæði um að ræða útfluttar sjávarafurðir og sala á heimamarkaði. Landanir írskra skipa erlendis eru ekki inni í þessum tölum.
Stærsti markaðurinn fyrir írskar sjávarafurðir er í ESB-löndunum. Þangað fara um 75% af útflutningnum í verðmæti talinn. Frakkar eru sólgnastir í sjávarafurðir frá Írlandi en þeir kaupa 23% alls þess sem flutt er út. Bretar koma þar á eftir með 19% en Spánn er með 14%. Nigería og Rússland eru stærstu kaupendur á afurðum uppsjávarfisks frá Írlandi, aðallega markíl, síld og kolmunna.
Fiskeld á Írlandi skilaði 131 milljón EUR árið 2008, eða 20 milljörðum ISK.
Heimild: www.seafoodsource.com