Írsk stjórnvöld kynntu nýlega áætlun um að skapa 600 ný störf í sjávarútvegi á næstu þremur árum og auka virði sjávarafurða um 50 milljónir punda, eða um 9,5 milljarða ISK.

Írskur sjávarútvegur veltir um 700 milljónum punda á ári (132 milljörðum ISK) en til samanburðar má nefna að eftirspurn eftir sjávarafurðum í Evrópu er um 12 milljónir tonna og verðmæti þeirra er 60 milljarðar punda (um 11.300 milljarðar ISK).

Nú starfa um 11 þúsund manns í sjávarútvegi í Írlandi. Talið er að unnt verði að fjölga störfum í fiskvinnslu og í fiskeldi.

Heimild:  Irish Examiner