Alþjóðalögreglan Interpol hefur ákveðið að taka þátt í baráttunni gegn ólöglegum fiskveiðum og leggjast þar með á sveif með ríkjum og stofnunum sem skorið hafa upp herör gegn þessari tegund afbrota.
Talið er að ólöglegar fiskveiðar gefi á bilinu 1.260-2.888 milljarða íslenskra króna á hverju ári og séu mesti vandi sem löglegur sjávarútvegur í heiminum á við að glíma.
Á alþjóðlegri ráðstefnu um baráttuna gegn fiskveiðiglæpum sem haldin er Lyon í Frakklandi í þessari viku lagði Interpol fram áætlun sem miðar að því að samhæfa alþjóðlegar aðgerðir gegn slíkum glæpum.