Tilraunir sérfræðinga Rolls Royce í Noregi til þess að stöðva titringinn í annarri aðalvél varðskipsins Þórs hafa ekki ennþá borið árangur.
Líklegt má telja að Rolls Royce, sem er framleiðandi vélbúnaðarins, muni láta sigla skipinu til Bergen í Noregi þar sem vélarnar eru framleiddar, til frekari rannsókna og lagfæringa. Ef af verður er þetta allnokkur framkvæmd sem mun væntanlega taka einhverjar vikur. Er vinna þessi alfarið á ábyrgð framleiðanda vélanna og mun Landhelgisgæslan ekki bera neinn kostnað af framkvæmdunum enda skipið í ábyrgð.
,,Það er óheppilegt að missa skipið úr rekstri. Þó vitað hafi verið að ýmsar lagfæringar þyrfti að gera á skipinu meðan á ábyrgðartíma stendur var samt sem áður áætlað að skipið gæti nýst að mestu í þjónustu fyrir Landhelgisgæsluna og hennar störf nú í vetur. Landhelgisgæslan hefur gert ráðstafanir til að varðskipin Ægir og Týr verði til skiptis við gæslustörf hér við land meðan á þessum framkvæmdum stendur,“ segir í frétt á vef Gæslunnar.
Sjá nánar HÉR