Verslunarkeðjan IKEA hefur gefið út þá yfirlýsingu að sjávarréttir sem boðnir eru í veitingasölum í verslunum IKEA verði eingöngu matreiddir úr fisktegundum þar sem veiðar eru stundaðar með sjálfbærum hætti.

Um er að ræða 23 mismunandi fisktegundir sem boðnar er í verslunum á 47 markaðssvæðum. Þar með er IKEA stærsti seljandi vottaðra sjávarafurða á veitingastöðum í heiminum. Vottuðu tegundirnar eru meðal annars lax, síld og rækja. IKEA býður aðeins sjávarafurðir sem vottaðar eru af Aquaculture Stewardship Council (ASC) and the Marine Stewardship Council (MSC). Með þessari skuldbindingu IKEA eru vottaðar afurðir boðnar í fyrsta sinn á átta nýjum markaðssvæðum í heiminum. Meðal þeirra eru Tyrkland og Tæland.