Í haustralli Hafrannsóknastofnunar kom fram vísbending um mjög stóran ýsuárgang í kjölfar sex lélegra árganga í röð. Afrakstursgeta þessa yngsta árgangs gæti, þegar fram líða stundir, orðið að lágmarki jafnmikil og allra hinna sex samanlagt, að mati Höskuldar Björnssonar sérfræðings á Hafrannsóknastofnun.
Svo þessu sé breytt í tonn og verðmæti, þá gæti þessi 2014 árgangur ýsunnar einn og sér gefið 125.000 tonna veiði á lífsleiðinni og skilað 43 milljörðum króna í útflutningsverðmæti að núvirði, samkvæmt útreikningi Fiskifrétta.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.