Nýlokið er fundi ráðgjafarnefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) þar sem fjallað var um ástand nokkurra nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi og tillögur um nýtingu þeirra. Lagður er til samdráttur í kvóta norsk-íslenskrar síldar, kolmunna og makríls á komandi ári.
Í norsk-íslenskri síld er gert ráð fyrir að aflinn á árinu 2009 verði rúm 1.600 þús. tonn, þar af afli Íslendinga um 240 þús. tonn. Samkvæmt tillögu ICES verður aflamarkið 1 483 þús. tonn árið 2010.
Áætlað er að kolmunnaaflinn á yfirstandandi ári verði um 600 þús. tonn, þar af veiði íslensk skip tæplega 100 þús. tonn. ICES leggur til að aflamarkið á næsta ári verði 540 þús. tonn.
Loks er búist við að makrílaflinn á árinu 2009 verði rúm 800 þús. tonn þar af afli Íslendinga 112 þús. tonn. Alþjóðahafrannsóknaráðið ráðleggur 527-572 þús. tonna heildarafla á árinu 2010.
Nánar um málið á vef Hafrannsóknastofnunar, HÉR