Ákveðið hefur verið að loka skrifstofu Icelandic Group í Noregi vegna áherslubreytinga í rekstri fyrirtækisins á sviði markaðsmála.

Fyrirtækið mun áfram kaupa hráefni frá Noregi í gegnum skrifstofur sínar á Íslandi og í Bretlandi eins og það hefur gert í mörg ár. Icelandic verður áfram söluaðili fyrir afurðir Saucy Fish Co í Noregi.

Haft er eftir Magnúsi Bjarnasyni framkvæmdastjóri Icelandic Group á heimasíðu félagsins að fyrirtækið ætli að halda áfram að styrkja samskipti sín við norska sjávarútveg og að Noregur verði áfram mikilvæg uppspretta hráefnis fyrir Icelandic Group.