Iceland Seafood hefur fjárfest fyrir um 1,3 til 1,4 milljarða í Grimsby, þar af nam fjárfesting í vinnsluhúsnæið og frystigeymslu 800 til 900 milljónum króna.

Bjarni Ármannsson forstjóri segir að nú sé rétti tíminn til að fjárfesta í Bretlandi. Iceland Seafood sé spennt fyrir þessari fjárfestingu og framtíðarmöguleikum á markaði þar í landi.

Sjá tilkynningu frá Iceland Seafood og umfjöllun Viðskiptablaðsins .

Samningar voru undirritaðir í morgun um kaup á framtíðar vinnsluhúsnæði og frystigeymslu í Grimsby. Vinnsluhúsnæðið er um 10 þúsund fermetrar og frystigeymslurými um 2000 tonn.

Jafnframt kaupir Iceland Seafood út minnihlutaeigendur í félaginu Havelok og hyggst sameina rekstur Haveloks rekstri Iceland Seafood síðar á árinu.

Samanlögð velta félaganna á síðasta ári nam um 60 milljónum evra og samtals vinna 130 starfsmenn hjá þessum tveimru félögum.

„Við eigum sögulega mjög sterkar tengingar við Bretland sem einn allra mikilvægasta

fiskmarkað fyrir okkur Íslendinga. Iceland Seafood hefur verið með tvö öflug vinnslufyrirtæki í

Bretlandi og fjárfestir nú í stóru vinnsluhúsnæði til að þjónusta vaxandi þarfir okkar viðskiptavina

fyrir sjávarafurðir. Við erum með öflugt stjórnendateymi og sjáum jafnframt hagræðingar og

sóknartækifæri í þessari sameiningu og fjárfestingu til vaxtar,“ er haft eftir Bjarna Ármannssyni í tilkynningu frá fyrirtækinu.