Icegroup í Reykjanesbæ veltir 6-7 milljörðum króna á ári og rekur tvær fiskþurrkunarverksmiðjur í Noregi þar sem þurrkuð eru 16.000 tonn á ári. Einnig rekur það fyrirtæki í Marokkó sem selur niðursoðnar sardínur til Nígeríu.
Fyrirtækið er í eigu bræðranna Guðmundar, Jóns og Kristþórs Gunnarssona og Birkis Marteinssonar. Það er orðið eitt umsvifamesta fyrirtæki heims í sölu á þurrkuðum fiski til Nígeríu.
Fyrir átta árum stofnuðu eigendurnir fyrirtækið Ask í Hammerfest í Noregi sem var fiskþurrkun að íslenskri fyrirmynd. Þegar sú starfsemi hófst þekktist það ekki í Noregi að þurrka fiskafurðir innanhúss. 2012 stofnuðu þeir svo Emblu í Bátsfirði sem einnig er fiskþurrkun.
Sjá nánar í tímariti Fiskifrétta.
.