Frystitogararnir Sólborg RE 27 og Vigri RE 71, sem Brim hf. gerir út, tóku sig vel út í frostkyrrðinni við Reykjavíkurhöfn á fyrsta degi nýs árs. Sólborg var smíðuð í Tomrefjord í Noregi 1988 og mælist lengstur tæpir 76 metrar. Brim keypti hann af Útgerðarfélagi Reykjavíkur 2022 ásamt aflaheimildum og fór hann strax í gagngerar endurbætur. Vigri er 66,96 metra langur og 13 metra breiður, búinn 4.079 hestafla aðalvél. Hann var smíðaður í Flekkefjord í Noregi 1992.