Norskir vísindamenn á sviði siglingamála telja raunhæft að innan eins til tveggja áratuga verði allt að 200 metra löng flutningskip í förum um heimsins höf án skipstjóra og áhafnar.
Unnið er að þróun tæknibúanaðar í slík framtíðarskip sem á sjálfvirkan hátt stýra þeim. Stjórnstöðvar verða á landi með sólarhringsvakt og samskipti milli stjórnstöðvar og skips fara um 3-4 Mbit breiðbandstengingu.
Ómönnuð kaupskip gætu verið lausnarorðið þegar kemur að minni olíunotkun. Með því að sigla þeim á 11 hnúta hraða í stað 16 hnúta gæti dregið úr olíunotkun um allt að helming.
Sjá nánar í Fiskifréttum.