Síðastliðinn föstudag var kynnt skýrsla um sjálfbærar fiskveiðar unnin af International Sustainability Unit (ISU), sem starfar á vegum Karls Bretaprins, að því er fram kemur á vef LÍÚ
Undanfarin tvö ár hefur ISU látið vinna rannsóknir og unnið með fjölda stofnana og samtaka til að auka skilning á sjálfbærni og þoli fæðukerfa. Skýrslan fjallar um þann samhljóm sem er að myndast um lausnir varðandi sjálfbærni og aukna fæðuframleiðslu úr hafinu. Hér má nálgast skýrsluna.
Að þessu starfi koma einnig einstaklingar úr sjávarútvegi viðsvegar í heiminum sem óformlegir ráðgjafar. Alls er um 21 ráðgjafa að ræða og er Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur hjá LÍÚ, í þeim hópi.
Auk skýrslunnar voru kynnt 50 viðtöl við menn úr sjávarútvegi um heim allan. Þar má finna viðtal við Kristján um botnfiskveiðar Íslendinga á þessum nótum. Smellið hér.