Ráðstefnan Groundfish Forum, þar sem fulltrúar helstu hvítfiskframleiðenda koman saman ár hvert, er þessa dagana haldin í Höfðaborg í Suður-Afríku. Að venju er þar birt spá um framboð á hvítfiski árið eftir.

Spáin fyrir árið 2016 geri ráð fyrir að hvítfiskframboð minnki lítillega eða úr rúmlega 8,4 milljónum tonna á þessu ári í rúmlega 8,3 milljónir tonna á því næsta. Það stafar eingöngu af um 300.000 tonna minni kolmunnakvóta og heldur minni hokinhalakvóta. Allar aðrar tegundir annað hvort standa í stað eða hækka lítillega.

Gert er ráð fyrir að framboð Atlantshafsþorsks aukist úr 1.292 þúsund tonnum í 1.297 þús. tonn. Ýsuframboð eykst úr 342 þús. tonnum í 366 þús. tonn. Kyrrahafsþorskur stendur í stað í 485 þús. tonnum. Ufsinn fer úr 293 þús. tonnum í 304 þús. tonn og karfinn úr 158 þús. tonnum í 159 þús. tonn.

Mesta aukningin verður í alaskaufsa, en framboð hans fer úr 3.505 þús. tonnum í 3.335 þús. tonn, samkvæmt spá Groundfish Forum.

Frá þessu er skýrt á vefnum Undercurrentnews.com