Starfshópur OECD um mútubrot í alþjóðlegum viðskiptum (Working Group on Bribery) lýsir yfir verulegum áhyggjum af því að Ísland hafi ekki lokið rannsókn á einu einasta máli tengdum mútubrotum.
Í skýrslu starfshópsins vegna fjórðu úttektar Íslands er töluvert fjallað um Samherja og Namibíumálið, en jafnframt tekið fram að þrjú önnur hugsanleg mútumál, utan sjávarútvegs, hafi komið fram hér á landi án þess að rannsókn hafi farið fram.
Tekið er fram að hætta sé á ýmis konar mútubrotum í tengslum við sjávarútveg, meðal annars þegar útvega þarf leyfi og heimildir, staðfesta þarf löndunartölur eða í tengslum við eftirlit í höfnum og fleira.
„Mútugreiðslur geta átt sér stað í allri virðiskeðjunni, sem getur verið töluvert flókin í sjávarútvegi. Þetta kom mögulega í ljós í nýlegum ásökunum um að ein stærsta sjávarútvegssamsteypa Íslands hafi mútað embættismönnum í Namibíu og Angóla til að tryggja sér rétt til fiskveiðiheimilda,“ segir í skýrslunni.
Sjá tilkynningu á vef stjórnarráðsins og skýrsluna á vef OECD .