Norsk stjórnvöld hafa tekið til hliðar 2.000 tonna kvóta til tilraunaveiða á loðnu við Jan Mayen á þessu sumri. Jafnframt hefur norska síldarsölusamlagið fengið heimild til þess að bjóða olíustyrk þeim norskum skipum sem vilja reyna veiðar þar.
Á vef síldarsölusamlagsins kemur fram að hvert leitarskip fái úthlutað jafnvirði 6,5 milljóna íslenskra króna ef ekki fiskast neitt en sem svarar 1,3 milljónum íslenskra króna ef allur tilraunakvótinn veiðist.