Stækkandi stofn og hagstætt hitastig sjávar varð til þess að makríllinn flæddi norður í haf. Átumagn í Noregshafi er í meðallagi þrátt fyrir þessa miklu innrás.
Þetta kemur fram í viðtali við Guðmund J. Óskarsson fiskifræðing í nýjustu Fiskifréttum, en rætt var við hann í kjölfar alþjóðlegrar ráðstefnu um áhrif loftslagsbreytinga á dreifingu uppsjávarfiskistofna í Norður-Atlantshafi.
Guðmundur segir að átumagnið í hafinu gefi ekki tilefni til þess að ætla að átan í hafinu milli Íslands og Noregs geti ekki framfleytt þeim fiskistofnum sem þar eru nú. Þá kemur fram að hitastig sjávar við suður- og suðausturströnd Íslands hafi ávallt verið nægilega hátt fyrir makrílinn.
Sjá nánar í Fiskifréttum.