Aflahæsti netabáturinn á árinu 2012 var Hvanney SF, að því er fram kemur á vefnum aflafrettir.com. Veiddi báturinn um 1.317 tonn í netin. Auk þess veiddi Hvanney í dragnót og fór á makrílveiðar.

Netaflinn fékkst í 75 róðrum, 17,5 tonn að meðaltali í róðri. Mesti aflinn fékkst í mars. Þá landaði Hvanney 342 tonnum í einungis 11 róðrum. Mest kom báturinn með 53 tonn í einni löndun.

Í öðru sæti var Magnús SH sem fiskaði 1.230 tonn í netin og í 3. sæti var Erling KE sem veiddi 1.180 tonn í netin.

Sjá nánar: http://www.aflafrettir.com/