Hvalveiðitímabilinu á Íslandi er lokið og hvalveiðiskipin lagst við bryggju á sínu gamalgróna bóli við Ægisgarð. Alls veiddust að þessu sinni 148 langreyðar Árin 2019 til 2021 voru engar hvalveiðar stundaðar við Ísland að undanskildu 2021 þegar ein hrefna var veidd. Árið 2018 veiddust 146 langreyðar og sex hrefnur. Hvalveiðum er einnig lokið í Noregi þar sem veiddar voru 580 hrefnur.

Í Fiskeribladet norska segir að 13 bátar hafi tekið þátt í hrefnuveiðunum og samtals hafi aflaverðmætin numið yfir 31 milljón norskra króna, 413 milljónum ÍSK. Verðmæti hverrar hrefnu var að meðaltali 732.000 ÍSK.

Þrátt fyrir að bátarnir sem stunduðu veiðarnar hafi orðið varar við mikinn fjölda hrefna náðu þeir ekki að veiða nema 67% kvótans sem var 917 dýr.

Norges Råfisklag, sölusamtök sjómanna og útvegsmanna, annast söluna á afurðunum fyrir tíu af þessum þrettán bátum. Ekkert nýtt er í því að allur kvótinn veiðist ekki. Það hefur ekki gerst í Noregi frá 2002. Blaðið segir að færri bátar sem taka þátt í veiðunum og færri kaupendur á afurðunum skýri þetta að mestu leyti.