Íbúar í borginni Tromsø í Noregi hafa eignast bæjarhval. Hnúfubakurinn er kominn svo nálægt landi að íbúar við norðurhluta strandarinnar geta fylgst með honum út um eldhúsgluggann. Frá þessu er greint á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar og þar er sýnt MYNDBAND af hvalnum.

Reiknað er með því að um1000 til 1500 hnúfubakar séu í Barentshafi og meðfram strönd Noregs. Hvalurinn hefur elt síldina upp í landsteina og úðar henni í sig. Hann er að safna orku fyrir um 800 kílómetra ferðalag í Karíbahafið þangað sem hann fer til að leita sér maka.

Fólk flykkist að ströndinni til að sjá hvalina og liggur við umferðaröngþveiti.

Hvalurinn er á ferð innan um báta, stóra og smáa, sem veiða síld í nót. Sjá grein og myndir á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar HÉR .