„Þetta er eitthvað sem ég held að maður eigi aldrei eftir að sjá aftur," segir skipverji á Arnari SH 157 sem fékk risa hnúfubak í veiðafærin fyrir helgi. Hvalurinn var 10-13 metra langur en báturinn ekki nema 15 metrar að lengd. Hvalurinn reif sig lausan á endanum og tók með sér hluta netsins.

Frá þessu er skýrt á vefnum Vísir.is og þar er hægt að horfa á myndband sem einn skipverja tók af atganginum.