Farmur flutningaskipsins Winter Bay sem nú siglir svokallaða norðausturleið um Íshafið norðan Rússland með hvalkjöt og hvalspik úr Hvalstöðinni í Hvalfirði er um tveggja milljarða íslenskra króna virði. Það staðfestir Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. í viðtali við norska sjávarútvegsblaðið FiskeribladetFiskaren sem kom út í gær. Um er að ræða 1.800 tonn.

Á vef Skessuhorns er vitnað í viðtalið við Kristján en þar gagnrýnir hann eins og svo oft fyrr harðlega ýmis samtök sem hafa beitt sér gegn hvalveiðunum. "Það ætti að hrósa okkur fyrir að nýta langreyðastofninn með ábyrgum hætti og flytja þennan frysta farm með sérlega umhverfisvænum hætti þessa löngu leið til Japan."

Sjá nánar HÉR