Ný tækni gerir kleift að nota gervihnattamyndir til að greina og telja hvali í sínu náttúrulega umhverfi á og við yfirborð sjávar. Tilraunir sýna að nýja tæknin er allt að 90% nákvæm samkvæmt því sem segir í frétt á vef BBC
Fram til þessa hafa hvalir verið taldir af dekki rannsóknaskipa eða af loftmyndum sem teknar eru úr flugvélum. Hágæðaloftmyndir sem teknar eru úr gervitunglum ná yfir mun stærra svæði en gömlu aðferðirnar og eru því sagðar mun nákvæmari. Með aukinni tækni ætti að vera hægt að greina dýrin í tegundir og gera talningarnar nákvæmari.