Fullt var út úr dyrum í Nesskóla í Neskaupstað í gærkvöldi á fundi um sjávarútvegs- og samgöngumál í fjórðungnum. Sjávarútvegsráðherra var meðal framsögumanna á fundinum og var hann harðlega gagnrýndur af fundargestum vegna frumvarpanna sem nú liggja fyrir Alþingi. „Hvað höfum við gert ykkur?" spurði Kristinn V. Jóhannsson, fyrrverandi forystumaður í bæjarstjórn í Neskaupstað fyrir Alþýðubandalagið og frammámaður í atvinnurekstri á Norðfirði. Orðum sínum beindi hann að ríkisstjórninni og var hann að vísa til þeirrar aðfarar sem felst í sjávarútvegsfrumvörpunum.

Sjá nánar á www.liu.is