Landssamband smábátaeigenda hefur birt samantekt um helstu atriði frumvarpa um stjórn fiskveiða og veiðigjald.

Smábátasjómenn þurfa að greiða fullt grunngjald af því sem er umfram 100 þorskígildistonn, eða 50 krónur á þorskígildiskíló miðað við afkomuna 2010. Þar að auki greiðist sérstakt veiðigjald sem er hlutfall af rentu, fer upp í 70% fiskveiðiárið 2014/2015.

Leiguréttur byggist upp með veiðum og verður að hámarki þriðjungur þess sem nýtt hefur verið af aflaheimildum á hverjum tíma.

Gert er ráð fyrir að veiðiheimildir til línuívilnunnar lækki um fjórðung.

Hlutdeild sem aðili á rétt að færa skal miðast við hlutdeild hans í viðkomandi tegund á yfirstandandi fiskveiðiári. Dæmi: Sé aðili með 10% af þorskkvóta þessa fiskveiðiárs, segjum að kvótinn verði aukinn í 200 þús. tonn á næsta ári. Þá verður framsalsheimild hans miðuð við 177/200 = 88,5%. Framsalshlutur hans í heildarþorskkvótanum er því 8,85% en ekki 10% eins og hann er í dag.

Sjá samantekt LS: Helstu atriði frumvarpanna.pdf