Það eru lítil takmörk fyrir því hvað hægt er að kenna hundum, eins og meðfylgjandi myndband ber með sér. Eigandinn staðhæfir að hann hafi kennt hundinum sínum að sækja lifandi humar í hafið.
Í athugasemdum við myndbandið efast sumir um að humarinn hafi verið lifandi en eigandi hundsins staðhæfir að svo sé. Hvort sem það er satt eða ekki leysir hundurinn verkefnið lipurlega. Sjá HÉR