Um hundrað konur mættu á fyrsta kynningarfund félagsins Konur í sjávarútvegi sem haldinn var í síðustu viku í húsakynnum Íslandsbanka.

Tilgangur félagsins er að styrkja og efla konur sem starfa í sjávarútvegi ásamt því að gera þær sýnilegri innan iðnaðarins sem utan. Jákvæðni, samstaða og hjálpsemi eru meðal markmiða félagsins. Félagið hyggst ná markmiðum sínum með því að búa til öflugt tengslanet, virkja fleiri konur og skoða meðal annars menntamál kvenna í sjávarútvegi, að því er segir í frétt frá félaginu.

Nánari upplýsingar eru um félagið á vefsíðu þess .