Dómari í Bandaríkjunum hefur dæmt þrjá menn til að greiða stjórnvöldum í Suður Afríku tæplega 30 milljón dali í bætur, sem jafngildir um 3,6 milljörðum íslenskra króna, vegna ólöglegra humarveiða. Veiðarnar munu hafa staðið yfir við strendur Suður Afríku í fjórtán ár og aflinn fluttur ólöglega til Bandaríkjanna.
Mennirnir hafa áður greitt um 7 milljónir dala, 840 milljónir króna, í öðrum sakamáli tengt sömu veiðum.
Samkvæmt frétt á Seafoosource er um að ræða hæstu sekt sem nokkurn tíma hefur verið dæmd fyrir glæp af þessu tagi en sektin mun vera hugsuð sem bætur vegna veiðanna og öðrum víti til varnaðar.