Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er nú í leiðangri þar sem prófuð er ný aðferð við mælingu á stofnstærð humars. Hingað til hefur togveiðarfæri verið notað til þess að safna upplýsingum um ástand stofnsins en mönnum hefur ávallt verið ljóst að þessi aðferð hefur sína annmarka því humarinn hefur tilhneigingu til að hörfa í holur sínar á hafsbotninum við vissar aðstæður, eins og til dæmis ef sjórinn er tær eða fiskgengd mikil og þá veiðist hann illa eða alls ekki.
Nýja aðferðin felst í því að telja humarholurnar á hafsbotninum. Það er gert með myndavélasleða sem dreginn er eftir botninum. Vonast er til að þessi aðferð, sem er notuð víða erlendis, gefi betri mynd af stærð humarstofnsins.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.