Þorlákshöfn er mesti humarbær landsins. Þar eru unnin um 40% af þeim humri sem berst á land. Rammi er langstærsta humarvinnslan á staðnum. Fyrirtækið veiðir og vinnur um 27% humarkvótans, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Á síðasta ári voru framleidd þar um 350 tonn af heilum humri og 60 tonn af hölum hjá Ramma. Veiðar og vinnsla humars stendur í átta mánuði á ári, frá byrjun apríl og út nóvember. Humarveiðar og -vinnslu, er kjölfesta fyrirtækisins í Þorlákshöfn. Humarvertíðin hefur gengið vel þótt ekki hafi verið mikill kraftur í veiðunum. Hins vegar hafa markaðir verið erfiðir.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.