Minnisblað um neyðaraðstoð við sjávarútveg á norðausturströnd Bandaríkjanna hefur verið lagt fyrir þingnefnd í Nýja Englandi. Þar er gert ráð fyrir að um 100 milljónum dollara (12 milljörðum ISK) verði varið til að kaupa skip og taka úr rekstri. Ennfremur að 87,5 dollarar (10,5 milljarðar ISK) fari í styrki.
Í minnisblaðinu er reyndar reiknað með því að sjávarútvegurinn sjálfur endurgreiði 100 milljóna dollara úreldingarféð með gjaldi sem lagt verður á þá sem eftir standa.
Beinu styrkirnir, 87,5 milljónir dollarar, eiga að skiptast þannig að um 30 milljónir fara til fiskimanna, aðrar 30 milljónir til strandbyggða og restin í eftirlit, rannsóknir, menntun og fleira.
Frá þessu er greint í Gloucester Times.