Nú liggur fyrir úthlutun styrkja úr AVS-sjóðnum fyrir þetta ár. Hæsta styrkinn, 25,8 milljónir króna, hlutu aðilar sem standa að kynbótum á þorski og seiðaeldi. Alls fengu 76 verkefni styrk, samtals 325 milljónir króna. Umsóknir sem bárust voru 160 talsins og hafa aldrei verið fleiri.

Meðal nýrra verkefna er átaksverkefni í kræklingarækt þar sem nokkrir kræklingaræktendur og félag þeirra hafa sameinast um að efla þá atvinnugrein og byggja upp þekkingu sem nýtist öllum í greininni.

Meðal markaðsverkefna eru mest áberandi nokkur átaksverkefni í markaðssetningu á bleikjuafurðum. Nokkur öflug líftækniverkefni hafa verið styrkt af sjóðnum og nú er í bígerð að þróa fóðurbóluefni fyrir fisk. Þess má geta að AVS er skammstöfun fyrir Aukið Virði Sjávarfangs.

Á vef AVS sjóðsins er greint nánar frá þeim verkefnum sem styrkt eru. Sjá HÉR