Meðalverð á þorski í október síðastliðnum var kr. 298,01 sem er hæsta meðalverð á þorski í einum mánuði sem sést hefur á íslenskum fiskmörkuðum.

Meðalverð á slægðum þorski var kr. 316,95, en óslægðum 289,6.

Steinbítur hefur hækkað um hvorki meira né minna en 74% á milli októbermánaða. Í október 2008 var meðalverðið kr. 279,87, en október 2007 var það kr. 160,90.

Þetta er hæsta meðalverð á steinbíti í einum mánuði frá upphafi. Meðalverð á slægðum steinbíti var kr. 285,10, en óslægðum kr. 200,43.

Sjá nánar á vefsíðu Reiknistofu fiskmarkaða, HÉR