Meðalverð á íslensku fiskmörkuðunum í október var 277,99 krónur kílóið sem er hið hæsta í einum mánuði frá upphafi starfsemi markaðanna, að því er fram kemur í frétt frá Reiknistofu fiskmarkaða.
Næsthæst var mánaðarverðið í september síðastliðnum eða kr. 237,06 að meðaltali. Þetta er hækkun um 17%. Meðalverð í október 2008 var kr. 197,07. Hækkunin milli ára í október er 41%.
Verðmæti sölunnar í október síðastliðnum var 2.179 milljónir króna eða 38% meira en í október 2008. Þetta er þriðji mánuðurinn frá upphafi sem verðmætið fer yfir 2 milljarða króna. Það gerðist líka í mars 2007 þegar selt var fyrir 2.228 milljónir og í september síðastliðnum þegar salan fór upp í 2.156 milljónir.
Selt magn í október var 7.840 tonn sem er í meðallagi fyrir þann mánuð. Þetta er 2% minna en í október 2008 en þá voru seld 7.997 tonn.