Makrílegg fundust víða í nýafstöðnum rannsóknaleiðangri Árna Friðrikssonar en mestur var þéttleikinn við miðlínuna milli Íslands og Færeyja.
Þetta kemur fram í niðurstöðum tveggja vikna makrílleiðangurs rannsóknaskipsins á hafsvæðinu umhverfis Færeyjar sem og austur og suðaustur af Íslandi.
Megintilgangur verkefnisins var að meta magn makrílhrogna á hrygningarsvæði makrílsins og kanna frjósemi hrygnanna (fjöldi hrogna í hverri hrygnu). Með því að meta fjölda hrogna á svæðinu og mæla frjósemi hrygna má þannig áætla stærð hrygningarstofnsins. Þessar rannsóknir eru liður í stofnmati á makrílstofnunum í Norðaustur-Atlantshafi.
Sjá nánar á vef Hafró, HÉR