Um miðjan síðasta áratug komust veiðar á úthafskarfa upp í 180 þúsund tonn á ári miðað við afla allra þjóða. Í fyrra var aflinn kominn niður í 32 þúsund tonn og hefur ekki verið minni frá því veiðarnar hófust fyrir röskum aldarfjórðungi, að því er fram kemur í úttekt í Fiskifréttum.
Alls hafa verið veiddar 2,6 milljónir tonna af þessum fiski frá upphafi, þar af hafa Íslendingar veitt 621.000 tonn eða 24% af heildinni.
Mestur varð afli Íslendinga árið 1996 eða 62.000 tonn en í fyrra var hann aðeins 7 þúsund tonn.
Sjá ítarlega umfjöllun um þróun úthafskarfaveiðanna í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.